Lok á heita potta

Einangrunarplastið sem við notum í lok á heita potta er sniðkorið 8cm-6cm og er 24kg á rúmþyngd. Það hefur meira einangrunargildi og burðarþol heldur en 5cm  þykkt plast, sem mikið er notað í innfluttum lokum.

Þó að lokin séu 2.20×2.20 á stærð þá  haldast þau  alveg bein. Álskúffa er sett á innri brún loksins ( í miðju) til styrkingar.

Frauðplastinu er pakkað inn í þolplast til að verja það fyrir rakanum.

Frauðplastið sem við notum  í framleiðslu á lokunum er endurvinnanlegt.

Hægt er að fá lok á pott sérskorið eftir máli. Áklæðið er úr pvc nælondúk.

Til eru 3 litir, dökkgrár, dökkblár og brúnn. 4 festingar fylgja lokunum og hægt er að panta auka festingar.

Hægt er að panta öryggisfestingar þannig að hægt sé að læsa pottinum.

Sjá myndir undir liðnum öryggisfestingar.

Gerum við áklæði og skiptum um plastið ef það skemmist eða brotnar.

Panta þarf vöruna með fyrirvara. Afgreiðslutími er ca. 10 dagar á nýjum lokum.