Saga Plastásar

Árið 1960-1990
Plasteinangrun hf.
Einangrunarplötur, fiskikassar, trollkúlur ofl. Steypt úr plastkúlum.

Fyrirtækið Plasteinangrun hf var stofnað í Reykjavík árið 1960 en alltaf rekið á Akureyri.
Upphaflega var það staðsett á Oddeyrartanga.
Skömmu síðar keyptu KEA og SÍS sig inn í fyrirtækið og urðu aðalhluthafar.

Árið 1968 fluttist fyrirtækið í eigið húsnæði að Óseyri 3.
Framan af var einangrunarplast í hús eina framleiðslan en árið 1973 hófst framleiðsla á plastpokum undir nafninu AKO-pokinn.

Árið 1977 hófst tilraunaframleiðsla á sprautusteyptum plastvörum fyrir sjávarútveginn.
Árið 1981 hófst framleiðsla í stórum stíl á fiskikössum sem brátt urðu ríkjandi á markaðnum.
Einnig voru framleiddar trollkúlur, flotkúlur, netahringir, plasttunnur ofl.
Upp úr 1980 var umsetningin mest  og starfsmenn 20-25.
Árið 1986 keypti Sjálfsbjörg plastpokagerðina út úr fyrirtækinu og flutti hana í Plastiðjuna Bjarg, og 1987 keypti Plastás einangrunarþáttinn og 1990 keypti Sæplast fyrirtækið sjálft og þáverandi framleiðslu þess fluttist til Dalvíkur.

Plastás ehf.

Fyrirtækið var stofnsett árið 1987 og keypti  tækjabúnað til framleiðslu einangrunarplasts í upphafi af fyrirtækinu Plasteinangrun hf. Fyrirtækið er staðsett að Óseyri 4.
Eigendur í upphafi voru: Konráð Árnason og Jónas Jónasson.

Ýmsar nýungar:
Síðustu tvö árin hafa verið framleidd lok fyrir heita potta,  Sérskorið plast t.d í þök og fjós, einnig getum við útvegað  ýmsa sérvöru eins og t.d  vetrarábreiðu, sérstaka þakeinangrun ofl.

Árið 2002 keypti Jóhannes Pálsson fyrirtækið af  Konráði Árnasyni. En áður hafði hann unnið hjá fyrirtækinu og séð um rekstur þess.

Í apríl 2004 kom sonur hans Vigfús Jóhannesson til starfa hjá fyrirtækinu og tók við rekstrinum.
Í dag er fyrirtækið að mestu í eigu ekkju Jóhannesar Pálssonar,  Sigfríðar Vigfúsdóttur ásamt Vigfúsi og Svanhvíti, en þau eru börn Jóhannesar og Sigfríðar.

Starfsmenn fyrirtækisins eru 3-4.

Árið 2006 nánar tiltekið í mars var keyptur nýr gufuketill frá Svíþjóð og tók hann við af gufukatli sem var frá árinu 1973. Var það mikil breyting. Þá þurfti að taka inn í hús meira rafmagn  1 megawatt, því þetta er stærri gufuketill en sá gamli. Einnig voru sett upp hreinsitæki sem voru ekki áður. Í ágúst 2007 var svo Plastás 20 ára.