Tæknilegar upplýsingar

 Lýsing á því hvernig plast verður til.:

Plastefnið  í framleiðslu Plastás er flutt inn frá  Finnlandi í 1.1tonna staukum, og lítur út eins og fínkornað salt.  Með heitri gufu í svonefndum forþenjara þenst  hvert smákorn út eins og poppkorn og verður að  plastkúlum.  Síðan eru kúlurnar settar í kubbamót, þá er hleypt á þær 100 gráðu gufu og leitast þær við við að þenjast út og lofttæma  mótið. Við kólnun festast kúlurnar saman og úr kemur plastkubbur sem er að stærð 1×0,5×3 sem er svo skorinn niður í hinar ýmsu þykktir.