Umhverfisstefna Plastáss ehf

Plastás ehf. er fyrirtæki sem framleiðir frauðplast (Expandable Polystyrene) fyrir einstaklings- og fyrirtækjamarkað.  Mikilvægur þáttur í stefnu fyrirtækisins er að stuðla að umhverfisvænum starfsháttum í daglegum rekstri.  Skynsamleg nýting náttúruauðlinda og starfsemi í anda sjálfbærrar þróunar eru þættir sem sífellt verða mikilvægari í nútíma fyrirtækjarekstri.  Það er því stefna Plastáss ehf. að öll starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við innra og ytra umhverfi fyrirtækisins.   Til að vinna að þessum þáttum, hefur fyrirtækið markað sér eftirfarandi umhverfisstefnu, og starfar eftir henni, í daglegum rekstri sem og til lengri tíma.

Umhverfisstefna Plastáss ehf.  sé heildarstefnumótun í rekstri fyrirtækisins, sem taki til allra helstu þátta í rekstri þess og sé höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku

 • Fylgt sé viðeigandi lögum og reglugerðum um umhverfismál, sem að rekstrinum snúa
 • Stuðlað sé að umhverfisvænum starfsháttum í hvívetna s.s. með því að halda mengun, orkunotkun og sóun annarra verðmæta í lágmarki
 • Áhersla sé lögð á að hafa snyrtilegt innan sem utan dyra í fyrirtækinu
 • Áhersla sé lögð á gott samstarf við fyrirtæki og einstaklinga í ytra umhverfi fyrirtækisins
 • Unnið sé jafnt og þétt að fræðslu starfsmanna og aukinni meðvitund þeirra um umhverfismál og mikilvægi þeirra
 • Sorp sé flokkað og komið í endurvinnslu eins og mögulegt er miðað við aðstæður til sorpförgunar í bæjarfélaginu
 • Stöðugt sé leitað leiða til að bæta umhverfisvæna starfshætti fyrirtækisins
 • Umhverfisstefnan og árangur fyrirtækisins í umhverfismálum, verði endurskoðuð árlega og niðurstöður kynntar á árlegum aðalfundi félagsins
 • Umhverfisstefnan og þær leiðir sem notaðar eru til að framfylgja henni, verði gerð sýnileg helstu
 • Markmið og leiðir

Umhverfisstefna sem heildarstefnumótun

 • Við áætlanagerð og stefnumótun fyrirtækisins sé umhverfisstefna þess og umhverfisvænir starfshættir hafðir að leiðarljósi Lög og reglugerðir
 • Helstu lögum og reglugerðum sem að starfseminni snúa, sé safnað saman og haft aðgengilegt
 • Áhersla sé lögð á að stjórnendur fyrirtækisins séu vel upplýstir um lög og gildandi reglur í rekstri fyrirtækisins
 • Mengun, orkunotkun og sóun verðmæta
 • Notkun á rafmagni sé haldið í lágmarki.  Ljós séu slökkt þegar ekki er þörf á þeim og slökkt sé á tækjum sem taka rafmagn, þegar þau eru ekki í notkun
 • Vatnsnotkun sé eins lítil og mögulegt er
 • Vatn sé aðeins látið renna á meðan það er í notkun
 • Dregið sé úr upphitun yfir sumartímann, til að minnka vatnsnotkun
 • Hugað sé að nýtingu á pappír og hann endurnýttur eins og kostur er t.d. með því að nota afgangspappír sem rissblöð
 • Stuðlað sé að sem hagstæðastri nýtingu hráefna sem og lágmarks förgun sorps m.a. með því að endurvinna alla plastafganga
 • Umbúðir utan af hráefni séu nýttar eins og mögulegt er t.d. sem hráefni í föndur hjá leikskólabörnum

Snyrtimennska
Stöðugt sé, samhliða daglegum rekstri, unnið að því að halda húsnæði og umhverfi fyrirtækisins sem snyrtilegustu.  Rusli sé komið í förgun og húsnæði sé haldið við, málað og haldið snyrtilegu
Unnið verði að því, í samstarfi við aðra hlutaðeigandi aðila, að næsta nágrenni fyrirtækisins sé snyrtilegt

Samstarf við fyrirtæki og einstaklinga
Unnið sé að því að samskipti og samstarf við fyrirtæki í nágrenni Plastáss, séu sem jákvæðust
Tengsl og samskipti við viðskiptavini verði efld með enn markvissari hætti en áður hefur verið gert

Fræðsla starfsmanna
Stjórnendur fyrirtækisins leggi sig fram um að fylgjast með þróun umhverfismála og kynna sér leiðir til umhverfisvænni starfshátta
Unnið sé að fræðslu starfsmanna um umhverfismál og mikilvægi þeirra s.s. með gerð fræðsluleiðbeininga, lestri kynningarefnis eða námskeiðum hagsmunaaðilum m.a. á heimasíðu fyrirtækisins.